DOC

jardavefurskjalasafnis

By Connie Flores,2014-07-19 11:31
26 views 0
jardavefurskjalasafnisjard

    Bls. 1.

    Nr. 5298

    Tannstaðir:

    Ár 1929, 16. júní, fóru fram samkomulagsskipti á eignarjörð okkar Tannstöðum, túni og landi innan girðingar, til slægna og beitar, verða þar merki sem hér segir: Úr norður haugshúshorni, sem girðing ræður, upp í gamlan túngarð, úr þessari línu að vestan til norðurs sem læknum ræður girðing í hæl á lækjarbakka, og þaðan vestur fyrir norðan öskuhaug, þaðan sjónhending vestanvert við öskuhaug í suðvesturhorn á nátthaga, svo sem nátthagagarður ræður til norðvesturshorns í nátthaga, og þaðan sjónhending í neðstaklett í steinboga, úr þeim kletti sjónhending í Grástein á Stekkjargötum, og þaðan sjónhending í nibbu á Stekkjarhöfða.

    Allur þessi syðri hluti er eign Daníels bónda Jónssonar á Tannstöðum. Þá eru merki á norðurhluta sem hér segir, sem er eign þeirra Hjartar bónda Björnssonar og Sigurðar Hjartarsonar. Úr norðausturhorni eins og götur ráða út að Hömrum og þaðan sjónhending til sjávar, í Klett, norðanvert á Brimnesi.

    Þar sem beitiland er mun stærra í parti Hjartar bónda og Sigurðar, þá er það samkomulag okkar, að þess verði gætt við nánari skipti jarðanna á óskiptu landi.

    Það skal tekið fram að öskuhaugur sá, er stendur á parti Daníels bónda Jónssonar, verður sameiginleg eign allra jarðareigenda, og að eigendum norðurhluta landsins er heimil gata til sjávar. Að öðru leyti haldast þau skipti óbreytt, er verið hafa á landinu utan girðingar. Sömuleiðis mótak, veiði og reki, er jörðinni tilheyrir.

    Skylt er landeigendum að halda við glöggum merkjum milli jarðarhlutanna, eins og lög mæla fyrir.

    Verður svo skiptum þessum hér með lokið. Þessu til staðfestu eru eignarnöfn okkar, undirrituð í viðurvist tveggja votta.

    Daníel Jónsson, Hjörtur Björnsson, Sigurður Hjartarson.

    Vottar:

    Þorv. Ólafsson, Gísli Eiríksson.

    1

    Bls. 2

    Nr. 7176.

    Fagranes

    1.... Að norðan eru merkin við Blöndu, norðurbakkinn, á ferjunausti við lækjarósinn á miðju nesinu og þaðan beina línu í vegræsi norðan við hólana á nesinu, og þaðan bein lína á mel norðan við dal þann, er liggur fyrir sunnan vörðu á Hólunum, þaðan suður sem fjárgirðingin ræður (um steyptan hornstólpa) í miðjan Skriðulæk. Að sunnan ræður Skriðulækurinn merkjum eins og hann hefir runnið til forna og svo milli Hvammssíki til Blöndu.

    Að vestan ræður Blanda merkjum. - Landi þessu fylgja girðingar þær, sem á landinu eru.

    Óskar Jóhannesson skal girða merkjagirðingu að norðan fjárhalda frá Blöndu og upp að efri álmu fjárgirðingar minnar fyrir ofan veginn. Einnig skal hann girða fjárhelda girðingu frá girðingarhorni minnar girðingar við Skriðulæk og upp með honum í kletta eða sanda, sem tiltækilegast er[.]

    Báðum þessum girðingum skal Óskar viðhalda, að svo miklu leyti, sem bóndanum í Hvammi ekki ber viðhald.

    Helst skulu girðingar þessar ofan við veg vera með járnstaurum af svipaðri gerð og eru í merkjagirðingu þeirri, sem nú eru. Skulu girðingarnar neðan og ofan vegar, upp í efri álmu fjárgirðingar minnar komast upp á þessu ári, en girðing ofan merkjagirðingar skal komast upp innan 3ja ára.

    2. Fyrir utan þetta land, sem að ofan um ræðir skal Óskari heimil beit fyrir ofa[n] girðingar minnar fyrir 3 kýr, 3 hross og allt að 100 fjár. Og fyrir vestan ána í Holtastaðarsveit, skal honum heimil beit fyrir 3-4 hross, sem hann á sjálfur, og sauðfjárbeit að vetrinum. Eftir því sem hann getur notað sér, fyrir allt að 100 fjár.................

    Holtastöðum, 24. júní 1936.

    Jónatan J. Líndal

    Óskar Jóhannsson

    Vitundarvottar:

    Þórður Jósefsson, Páll Pétursson

    2

    Bls. 3

    Nr. 7336.

    Ásbrekka.

Hið afhenta land er:

    1. Engi neðan engjagirðingar með þeim ummerkjum að vestan ræður engjagirðing af Ármóhellu og norður, að skurði, sem liggur austur um miðja mýrina sunnan við túnið í Ási. Að norðan ræður nefndur skurður og úr honum bein lína austur yfir melbrún í vörðu, sem er austan á melunum. Þaðan bein lína til norðurs í vörðu austan við Ásinn, og úr þeirri vörðu bein lína í austur í vörðu, sem hlaðin er í Haganum. Að austan ræður bein lína úr síðast talinni vörðu, í vörðu á Lambabakka við Vatnsdalsá. Að sunnan ræður Vatnsdalsá.

    2. Land það, sem nú er afgirt og Ásgrímur hefir byggt á býli sitt, er hann nefnir Ásbrekku. 3. Syðsti hluti beitilandsins, sem telst 1/5 af beitilandi jarðarinnar Ás. Ofan vestan

    Engjagirðingarinnar eins og hún nú liggur, og verður land það síðar afmarkað. 4. 1/5 af beitilandsgirðingu jarðarinnar fylgir nýbýlinu, og tekur viðtakandi að sér í sömu hlutföllum skyldur og réttindi gagnvart þeirri girðingu.

    5. Hinu afhentu landi fylgir sá hluti af engjagirðingunni, sem liggur að engjamörkum. 6. Af veiðirétti þeim, sem tilheyrir jörðinni Ás: Frá merkjum milli Ása og Saurbæjar, út að engjamerkjum milli Ása og Ásbrekku í Áshaga...............

    Gjört að Ási 8. júlí 1937.

    Sigurlaug Guðmundsdóttir

    Ásgrímur Kristinsson

Vitundarvottar:

    Runólfur Björnsson,

    Indriði Guðmundsson.

    3

    Bls. 4

    Nr. 7663.

    Höfði:

    ..... Að sunnan ræður merkjagirðing milli Ytri-Valla og Syðri-Valla frá sjó og upp að girðingu neðan við Hvammstangabraut; að austan girðing neðan við Hvammstangabraut frá merkjagirðingu, að sunnan og norðan á móts við norðurenda Vallahöfða, og verður þar settur hornsteinn, að norðan sé bein lína frá sjó um norðurbrún Vallahöfða og upp í fyrnefnda girðingu, að vestan ræður sjórinn.

    ----------

    Hvammstanga, 24. maí 1939.

    Guðm. Gunnarsson, Guðm. Jóhannesson.

    Páll J. Guðmundsson, Halldór R. Gunnarsson.

    S. Thorarensen.

    Vitundarvottar.

    að undirskrift

    Guðm. Gunnarsson, Guðm. Jóhannesson.

    Páll Í Guðmundsson, Hannes Jónsson

    Jóhannes Guðmundsson.

    Nr. 7777.

    Víðihlíð:

    ..... takmarkast þannig: Að sunnan ca. 70 m. frá húsinu í stóra þúfu, sem þar er, og sjónhending úr þúfunni ofan í engjagirðingu og upp í veg. Að austan ræður engjagirðingin, að vestan Þjóðvegurinn. Að norðan verða merkin norðanundir fjárrétt, eða svo langt norður, sem Ungmannafél. þarf vegna leikvallar. Einnig hefur U.M.F. Víðir leyfi til að setja, upp bílatorg á holti, vestan við veginn, suðaustur frá húsinu. Og ennfremur hefir U.M.F. Víðir leyfi til að byggja hesthús utan fyrnefndrar landspildu, helst við réttina, ef það þarf á að halda.... Auðunnarstöðum, 2. júlí 1940.

    Guðmundur Jóhannesson,

    F.h. U.M.F. Víðir Axel Guðmundsson, Ól. Hinriksson.

    Vottar:

    Jónas Eysteinsson

    Ól. Daníelsson.

    4

    Bls. 5.

    Nr. 3811.

    10/8 1910

    Akur og Skinnastaðir.

    ..... Sætt: Hér eftir skulu landamerki milli Skinnastaða og Akurs vera þessi:

    Frá vörðu, sem nú er á melhorninu hjá Háugötum og frá þessari vörðu beina stefnu í suðaustur0hornið á Hrísholtinu í vörðu, sem þar verður hlaðin í dag, þaðan bein stefna í vörðu, sem þegar er nýreist á Hrísholtinu sama, úr þessari vörðu beina stefnu í stórt sandskarð (Gyltu- eða Kiðaskarð) sem er næsta sandskarð fyrir sunnan Mógil, úr þessu skarði beina stefnu í vörðu við Húnavatn sunnantil við Skinnastaðahorn og verður sú varða einnig hlaðin í dag.

    Áfallinn málskostnað borga málsaðilar að sínum helmingi hvor.

    Með þessari sætt er öllum þrætum milli jarðanna Skinnastaða og Akurs að fullu lokið. Sætt þessari til staðfestu rita málsaðilar nöfn sín undir í dómamálabókina. Rétti slitið.

    Gísli Ísleifsson

    Guðmundur Ólafsson Á.A.Þorkelsson

    Jón Hannesson Halldór Pálsson

    Bjarni Pálsson

    vegna Þingeyrarklausturs

    Björn Sigfússon

    Settur.

    Vottar:

    Jónas Björnsson

    Jón Benediktsson

    Réttan útdrátt staðfestir,

    Skrifstofa Húnavatnssýslu 8/6 1916

    Ari Arndals.

    Lesið fyrir manntalsþingsrétti að Blönduósi 9. júní 1917. Vottar:

    Ari Arndals.

    5

    Bls. 6.

    Nr. 7791.

    Reykir í Torfalækjarhreppi.

    Ég Páll Kristjánsson bóndi á Reykjum í Torfalækjarhreppi í Húnavatnssýslu, geri með bréfi þessu kunnugt, að ég sel og afsala til bræðranna Sigurðar Erlendssonar og Jóhannesar Erlendssonar, bænda á Stóru-Giljá, landspildu úr landi eignarjarðar minnar Reykja og nær hún frá merkjum milli Stóru-Giljár og Reykja, að þeim merkjum, er hér greinir:

    Frá næsta hól fyrir vestan Torfavatn á landamerkjum milli Hæls og Reykja, beina stefnu á vörðubrot á dýhól, þaðan í tvo stóra steina við girðinguna norðan í Reykjanibbu. Frá þeim í há-Reykjanibbu og svo eftir fjallsegginni eins og vatn rennur á landamerki milli Mosfells og Reykja, samkvæmt veðbandslaus (sie) frá Búnaðarbanka Íslands dags 30. júlí s.l., og hreppsnefnd Torfalækjarhrepps, dags. 26. ágúst s.l.

    - - - - - - - - - - - - - - -

    Eignin er seld í því ástandi, sem hún nú er, með þeim gögnum og gæðum, er henni fylgja nema vatnsréttindum í Brunná heldur seljandi, á hvern hátt, er hann vill nota sér og þar með heimild til að leiða vatn úr henni í gegnum hið selda land.

    - - - - - - - - - - - - - - -

    P.t. Stóru-Giljá, 5. sept. 1940.

    Páll Kristjánsson, Sigurður Erlendsson

    Jóhannes Erlendsson.

Vitundarvottar:

    Oktavía Jónasdóttir.

    Steinunn Valdimarsd.

    6

    Bls. 7

    Nr. 7846.

    Árnes:

    ..... með þeim skilmálum að landamerki jarðarinnar breytist að því leyti, að í stað Dalsár, þá ráði að sunnan bein lína austan frá Sjónarhól vestur í Víðidalsá á steinsteyptan stöpul á klettanefi við ána þar, sem kallaðir eru Fossar. Meðan núgildandi arðskrá Veiði- og

    fiskiræktarfélagsins ―Víðidalsá‖ er í gildi, fylgja hinni seldu eign (Laufási) 17 arðskráreiningar, en fari fram nýtt mat á ánni, eða Veiði- og fiskiræktarfélagið leggist niður, þá fylgir veiðiréttur fyrir landi jarðarinnar með framangreindum landamerkjum og eins og hann þá kann að verða metin til arðs, að öðru leyti er því, að tekið er undan allt land og girðing milli Dalsár og framangreindrar landamerkjalínu, ásamt þeim veiðirétti, er því fylgir.

    --------------

    Lækjarmóti, 8. apríl 1941.

    Ólafur Hinriksson

    Björn L. Guðmundsson

Vitundarvottar:

    Jakob H. Líndal

    Jóhannes Jóhannesson.

    7

    Bls. 8.

    Nr. 7876.

    Sæból (30 ha. landspilda í Reykjum).

Landamerki spildunnar, eru sem hér segir:

    1. Að sunnan frá Stekkjarnestá, bein lína eins og merkjaskurður norðan Reykjaskólalands stefnir upp að þjóðvegi.

    2. Að austan með áðurnefndum þjóðvegi norður að merkjum milli Reykja og Tannstaðabakka. 3. Að norðan eins og merki eru ágreiningslaus milli Reykja og Tannstaðabakka til sjávar. Ennfremur fylgir landi þessu beitarréttindi fyrir allt að eitt hundrað sauðkindur í norðurhluta Reykjalands ofan þjóðvegar.

    Gjört að Reykjum, 20/7 1941.

    Þorsteinn Einarsson

    Vottar:

    Þorvaldur Böðvarsson Helgi Konráðsson.

    Nr. 8765.

     Mosfell & Reykir (Sætt). Dags 20/7 ‘49. þingl. 29/7 ‘49.

    Landamerki milli jarðanna Mosfells og Reykja skulu vera bein sjónhending úr miðri Jórunnarskál í Svínavatn, um Jórunnarskálarmela og norðurjaðar steypts ræsis á Svínvetningabraut yfir læk, er kemur úr Jórunnarskálamelum og rennur í Svínavatn, sunnanvert við Kænutanga. Báðir aðilar skuldbinda sig til að hlað í félagi merkjavörðu við Svínavatn, þegar á þessu ári, og halda henni við framvegis. Aðiljar greiða að jöfnu kostnað við athugun merkja, sem undirbúning að sáttagjörð þessari.

    Páll Kristjánsson

    Júlíus Jónsson

    Vottar:

    Herm. Þórarinsson.

    Jónas B. Bjarnason.

    8

    Bls. 9.

    Nr. 9401

    Neðri-Núpur.

    Túnið á Neðra-Núpi (Syðri) skiptist þannig: Partur Þorbergs, sem er 1/3, skiptist þannig úr eftir þeim merkjum, sem hér eru tilgreind:

    1. Fyrir ofan þjóðveg, sem liggur þver í gegnum túnið séu þannig: Að norðan úr næsta símastaur frá túngirðingunni að norðan bein sjónhending í Syðsta-bergið. Að ofan eins og túngirðingin liggur. Að sunnan bein lína úr gilinu (neðst) norðan við Giljatunguna og í hól ofanvert við þjóðveginn og er sá hóll í beinni línu úr fyrnefndu gili í sandhól, sunnanvert við svokallaða húsalaut austanvert við Núpsá.

    Að austan þjóðvegurinn.

    II. Merki fyrir neðan þjóðveginn:

    Að vestan úr efra fjárréttarhorni í hól, sunnanvert í hólbarðinu norðan við svokallaða Lönguhóla. Að norðan úr fyrnefndum hól, í svonefndan ýtustein við Núpsá vestanverða. Að austan Núpsá. Að sunnan úr ytra melhorninu austavert við Núpsá í fyrnefnt fjárréttarhorn. Gjört að Neðra-Núpi 17/12 1949.

    Þorbergur Jóhannesson

    F.h. Ragnhildar Jóhannesdóttur og Halldóru Jóhannesdóttur

    Sigurgeir Jónatansson (eftir umboði)

    Vottar:

    Jón Sveinsson Jón Jónsson.

    Lesið á manntalsþingi að Núpsdalstungu 7/8 1952

    Guðbr. Ísberg.

    9

    Bls. 10.

    Nr. 9797.

    Mýrar í Ytri Torfustaðahreppi.

    ... sel og afsala til Ásu Stefánsdóttur, dóttur minnar, allt að 1/3 úthaga úr eignarjörð minni Mýrum, en á landi þessu ætlar kaupandi að reisa nýbýli. . . . . . . .

    Land þetta takmarkast af þeim merkjum, er nú skal greina:

    Að sunnan ræður syðsti, núverandi skurðgröfuskurður og áframhaldandi bein lína til sjávar. Úr austurenda skurðarins bein lína á miðjan Einbúaás, á merkjum Mýra og Svertingsstaða. Að norðan ræður næsti skurðgröfuskurður, og sömuleiðis úr honum sjónhending í sjó. Er honum sleppir ræður núverandi túngirðing að sunnan og austan. Úr norðausturhorni túngirðingar í Tjóðurhól miðjan í suðurenda Miðvatns. Auk þess á kaupandi 1/3 af óskiptu landi neðan núverandi engjagirðingar frá suðurenda á mel til sjávar. Ennfremur hefir kaupandi nægjanlegt athafnasvæði í kringum íbúðarhús sem byggt er utan umrædds lands. . . . . . . . .

Mýrum, 13. ágúst 1955.

    Stefán Ásmundsson.

Vitundarvottar:

    Benedikt Guðmundsson

    Guðmundur Karlsson.

Lesið á manntalsþingi að Laugarbakka

    19/8. 1954.

    Guðbr. Ísberg.

    10

Report this document

For any questions or suggestions please email
cust-service@docsford.com