DOC

Inngangur

By Anthony Olson,2014-07-16 07:47
11 views 0
Inngangurinng

    NORÐURLANDSSKÓGAR

    SÉRSTAKT SVÆÐISSKIPULAG

    fyrir Norðurlandsskóga

    Höfundar:

    Þröstur Eysteinsson

    Fagmálastjóri, Skógrækt ríkisins, Egilsstöðum

    Brynjar Skúlason

    Svæðisstjóri Norðurlandsskóga, Akureyri

    Sigrún Sigurjónsdóttur

    F.v. Framkvæmdastjóri Norðurlandsskóga, Akureyri

    Hallgrímur Indriðason

    Skógræktarráðunautur, Skógrækt ríkisins, Akureyri

    Útgefandi: Norðurlandsskógar, Akureyri, 30.08. 2005

    Sérstakt svæðisskipulag fyrir Norðurlandsskóga

    Efnisyfirlit SAMANTEKT ................................................................................................................................... 4 1 INNGANGUR .......................................................................................................................... 7 1.1 NORÐURLANDSSKÓGAR ............................................................................................................ 7 1.1.1 Tilgangur..................................................................................................................... 7 1.1.2 Stjórnsýsla ................................................................................................................... 7 1.2 TILEFNI SVÆÐISSKIPULAGS UM NORÐURLANDSSKÓGA ............................................................... 8 1.2.1 Hugmynd að Norðurlandsskógum ................................................................................ 8 1.2.2 Lagaforsendur ............................................................................................................. 8

    1.2.2.1 Lagaforsendur um framkvæmdaleyfi ................................................................................. 8

    1.2.2.2 Lagaforsendur um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda ................................................... 9 1.3 VINNSLA SVÆÐISSKIPULAGSTILLÖGUNNAR ................................................................................ 9 1.3.1 Ábyrgð, samráð og kynning .......................................................................................... 9 1.4 FRAMSETNING SVÆÐISSKIPULAGSTILLÖGUNNAR ....................................................................... 9 1.4.1 Meðfylgjandi skýrslur .................................................................................................. 9 1.4.2 Meðfylgjandi uppdrættir .............................................................................................. 9 2 TILGANGUR SÉRSTAKRAR SVÆÐISSKIPULAGSTILLÖGU UM NORÐURLANDSSKÓGA ............................................................................................................. 10 2.1 TILGANGUR ............................................................................................................................ 10 2.2 SKILGREINING HUGTAKA......................................................................................................... 10 3 SKIPULAGSSVÆÐIÐ OG ALMENNAR FORSENDUR ................................................... 12 3.1 SÝSLUR OG SVEITARFÉLÖG ..................................................................................................... 12 3.2 SKÓGRÆKTARSKILYRÐI .......................................................................................................... 12 3.3 NÚVERANDI FYRIRKOMULAG SKÓGRÆKTAR ............................................................................ 13 3.4 STAÐA SKIPULAGS .................................................................................................................. 14 3.4.1 Umfjöllun um skógrækt í gildandi skipulagsáætlunum ................................................ 15 3.4.2 Umfjöllun um skógrækt í framtíðar aðal- og svæðisskipulagsáætlunum ....................... 15 3.5 STEFNA STJÓRNVALDA ............................................................................................................ 15 3.6 SKIPULAGSTÍMABILIÐ ............................................................................................................. 16 4 MARKMIÐ OG ÁHERSLUR NORÐURLANDSSKÓGA ................................................... 17 4.1 MARKMIÐ .............................................................................................................................. 17 4.2 FJÖLNYTJASKÓGRÆKT ............................................................................................................ 17 4.2.1 Timburskógrækt ......................................................................................................... 18

    4.2.1.1 Ræktun nýmarka ........................................................................................................... 18

    4.2.1.2 Nýting birkiskóga .......................................................................................................... 18

    4.2.1.3 Ræktun kjörlunda .......................................................................................................... 18 4.2.2 Landbótaskógrækt...................................................................................................... 18

    4.2.2.1 Landgræðsluskógrækt .................................................................................................... 19

    4.2.2.2 Endurheimt birkiskóga................................................................................................... 19

    4.2.2.3 Ræktun trjáskerms ......................................................................................................... 19 4.2.3 Skjólbeltarækt ............................................................................................................ 19

    4.2.3.1 Skjólbelti við bæi, tún, akra og í úthaga .......................................................................... 19 4.2.4 Sérverkefni í skógrækt ..................................................................................................... 19 5 STEFNUMÖRKUN OG MÁLSMEÐFERÐ ......................................................................... 21 5.1 STEFNA NORÐURLANDSSKÓGA................................................................................................ 21 5.1.1 Stærð svæðis .............................................................................................................. 21 5.1.2 Áætlanagerð .............................................................................................................. 21

    5.1.2.1 Skjólbeltaáætlanir .......................................................................................................... 21

    5.1.2.2 Ræktunaráætlanir .......................................................................................................... 21

    5.1.2.3 Almennar vinnureglur .................................................................................................... 22 5.1.3 Girðingar og slóðagerð.............................................................................................. 22 5.1.4 Undirbúningur lands .................................................................................................. 22

    5.1.4.1 Jarðvinnsla .................................................................................................................... 23

    5.1.4.2 Áburðargjöf................................................................................................................... 23 5.1.5 Vinna á vegum Norðurlandsskóga .............................................................................. 23

    1

    Sérstakt svæðisskipulag fyrir Norðurlandsskóga 5.1.6 Námskeið og fræðsla .................................................................................................. 23 5.1.7 Rannsóknir, þróun og vöktun...................................................................................... 23 5.1.8 Skógarnytjar .............................................................................................................. 24 5.1.9 Trjátegundir ............................................................................................................... 24 5.2 NÁTTÚRUVERND ..................................................................................................................... 25 5.2.1 Verndarsvæði skv. náttúruverndarlögum og sérlögum ................................................ 25

    5.2.1.1 Friðlýst svæði ................................................................................................................ 26

    5.2.1.2 Önnur svæði á náttúruminjaskrá og á náttúruverndaráætlun............................................. 26

    5.2.1.3 Svæði sem njóta verndar skv. sérstökum lögum ............................................................. 26

    5.2.1.4 Landslagsvernd ............................................................................................................. 26

    5.2.1.5 Náttúruverndaráætlun .................................................................................................... 26

    5.2.1.6 Útlendar plöntutegundir ................................................................................................. 27 5.2.2 Válistar og mikilvæg svæði fyrir fugla......................................................................... 27 5.2.3 Alþjóðlegir samningar ................................................................................................ 28

    5.2.3.1 Samþykkt um fuglavernd (París 1950)............................................................................ 28

    5.2.3.2 Samþykkt um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf (Ramsar 1971) ..... 28

    5.2.3.3 Samningur um verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu (Bern 1979) ............ 28

    5.2.3.4 Samningur um líffræðilega fjölbreytni (Ríó de Janeiró 1992) .......................................... 29

    5.2.3.5 Samningur um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun (París 1994) ....................................... 29

    5.2.3.6 Rammasamningur um loftslagsbreytingar UNCCC ......................................................... 29

     5.3 FORNLEIFAVERND ................................................................................................................... 29

    5.3.1 Friðlýstar fornleifar .................................................................................................. 29 5.3.2 Aðrar fornleifar ......................................................................................................... 29 5.3.3 Fornleifaskráning ...................................................................................................... 30 5.4 HVERFISVERND ....................................................................................................................... 30 5.5 VATNSVERND ......................................................................................................................... 30 5.6 FLOKKUN LANDSVÆÐA VEGNA NORÐURLANDSSKÓGA ............................................................. 31 5.6.1 A-Svæði sem ekki koma til greina til skógræktar ......................................................... 31 5.6.2 B-Svæði þar sem skógrækt er háð sérstökum takmörkunum ......................................... 31

    5.6.2.1. Svæði háð málsmeðferð skv lögum um mat á umhverfisáhrifum vegna verndarsjónarmiða 31

    5.6.2.2 Svæði sem krefjast málsmeðferðar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum vegna stærðar 32

    5.6.2.3 Svæði þar sem leita þarf umsagnar eftirlits- og fagaðila en krefjast ekki meðferðar skv. lögum

    um mat á umhverfisáhrifum ............................................................................................................... 32 5.6.3 C-Svæði þar sem skógrækt er ekki háð takmörkunum .................................................. 32 5.7 ÞÁTTTAKA Í NORÐURLANDSSKÓGUM AFGREIÐSLUFERLI ........................................................ 32 5.7.1 Umsókn ..................................................................................................................... 32 5.7.2 Vettvangskönnun og skilyrði ....................................................................................... 33

    5.7.2.1 Lögbýli ......................................................................................................................... 33

    5.7.2.2 Eignaraðild.................................................................................................................... 34

    5.7.2.3 Lágmarksstærð .............................................................................................................. 34

    5.7.2.4 Landflokkur .................................................................................................................. 34

    5.7.2.5 Ræktunarmarkmið ......................................................................................................... 34 5.7.4 Málsmeðferð á mismunandi landflokkum .................................................................... 34

    5.7.4.1 Málsmeðferð á A-svæðum ............................................................................................. 34

    5.7.4.2 Málsmeðferð á B-svæðum ............................................................................................. 34

    5.7.4.3 Málsmeðferð á C-svæðum.............................................................................................. 38 5.8 GILDANDI SKIPULAGSÁÆTLANIR ............................................................................................. 42

     SAMNINGSGERÐ OG RÆKTUNARÁÆTLUN ................................................................................. 42 5.9

    6. UMHVERFISÁHRIF NORÐURLANDSSKÓGA ..................................................................... 42 SAMANTEKT ................................................................................................................................. 43 6.1 ÁHRIF Á MANNLÍF ................................................................................................................... 43 6.1.1 Atvinna................................................................................................................... 43 6.1.2 Afurðir .................................................................................................................... 43 6.1.3 Verðmæti lands ....................................................................................................... 44 6.1.4 Breyting á landnotkun ............................................................................................. 44 6.1.5 Samgöngur .............................................................................................................. 44 6.1.6 Útivist ..................................................................................................................... 45 6.1.7 Sálræn áhrif ............................................................................................................ 45 6.1.8 Slysahætta ............................................................................................................... 46 6.2 ÁHRIF Á NÁTTÚRU ................................................................................................................... 46 6.2.1 Áhrif á landslag ....................................................................................................... 46 6.2.2 Áhrif á landslagsheildir ........................................................................................... 46

    2

    Sérstakt svæðisskipulag fyrir Norðurlandsskóga 6.2.3 Áhrif á jarðveg ........................................................................................................ 46 6.2.4 Áhrif á jarðvegsrof .................................................................................................. 47 6.2.5 Áhrif á grunnvatn og vatnsmiðlun ............................................................................. 47 6.2.6 Áhrif á nærveður ...................................................................................................... 48 6.2.7 Áhrif á líffræðilega fjölbreytni .................................................................................. 48 6.2.8 Áhrif á gróður .......................................................................................................... 49

    6.2.8.1 ;-skali............................................................................................................................. 49

    6.2.8.2 -skali ............................................................................................................................. 50 6.2.9 Áhrif á dýralíf .......................................................................................................... 50

    6.2.9.1 ;-skali............................................................................................................................. 50

    6.2.9.2 -skali ............................................................................................................................. 50 6.3 HNATTRÆN ÁHRIF ................................................................................................................... 51 6.4 ÁHRIF Á FORNLEIFAR .............................................................................................................. 51 6.5 SAMMÖGNUÐ ÁHRIF - SPÁ ........................................................................................................ 52 6.6 MÓTVÆGISAÐGERÐIR .............................................................................................................. 52

     AFTURKRÆFNI ........................................................................................................................ 53 6.7

    7 FRAMFYLGD, BREYTINGAR OG ENDURSKOÐUN ...................................................... 53 7.1 FRAMFYLGD OG EFTIRLIT ........................................................................................................ 53 7.1.1 Ábyrgð....................................................................................................................... 53 7.1.2 Eftirlit ........................................................................................................................ 53 7.1.3 Samráð ...................................................................................................................... 53 7.2 ENDURSKOÐUN, BREYTINGAR OG SAMRÆMI ............................................................................ 53 7.2.1 Endurskoðun.............................................................................................................. 53 7.2.2 Breytingar ................................................................................................................. 53 7.2.3 Samræmi við skipulagsáætlanir sem á eftir koma ........................................................ 54

    3

Sérstakt svæðisskipulag fyrir Norðurlandsskóga

    Samantekt

    Þetta sérstaka svæðisskipulag fjallar um verkefnið Norðurlandsskóga sem starfrækt verður í 40 ár frá og með árinu 2000. Um er að ræða opinbert verkefni sem heyrir undir landbúnaðarráðuneytið og er tilgangur þess að stuðla að aukinni skógrækt einkum með því að veita framlög til eigenda/umráðamanna lögbýla. Einstakar framkvæmdir undir merkjum Norðurlandsskóga eru á vegum og ábyrgð eigenda/umráðamanna viðkomandi lands.

    Allir eigendur/umráðamenn lögbýla á Norðurlandi (þ.e. Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu, Eyjafjarðarsýslu, Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu) eiga þess kost að taka þátt í verkefninu. Þátttaka getur þó verið takmörkunum háð og byggjast þær takmarkanir annars vegar á skógræktarskilyrðum og hins vegar á lögum. Skógræktarskilyrði ráða mestu um markmið skógræktar, tegundaval og aðferðir á viðkomandi stað. Þá getur skógrækt á sumum landsvæðum verið takmörkuð, háð leyfum eða bönnuð vegna lagaákvæða, t.d. í lögum um mat á umhverfisáhrifum,

    náttúruverndarlögum eða þjóðminjalögum. Samþykktar svæðis-, aðal- og deiliskipulagsáætlanir geta sett takmarkanir á skógrækt.

    Framlög frá Norðurlandsskógum til þátttakenda í verkefninu nema 97% af stofnkostnaði við nýskógrækt, þar með talið framlög til friðunar lands, undirbúnings lands undir gróðursetningu, plöntukaupa, gróðursetningar, áburðargjafar og fyrstu grisjunar skógarins. Þá veita Norðurlandsskógar þjónustu, t.d. við sameiginleg plöntukaup fyrir þátttakendur í verkefninu og ráðgjöf í gegnum samtöl og heimsóknir, námskeið og gerð ræktunaráætlana.

Flokkar skógræktar

    Norðurlandsskógar stuðla að fjölnytjaskógrækt og undirstrikar þetta hugtak þá staðreynd að skógar

    gegna fjölmörgum hlutverkum óháð því hvert meginmarkmiðið sé með skógrækt á viðkomandi stað. Sem dæmi má nefna að hægt er að haga skógrækt til timburframleiðslu þannig að skógurinn nýtist einnig til útivistar, skógur ræktaður til uppgræðslu á örfoka landi getur skilað viðarafurðum þegar fram líða stundir og hægt er að rækta skjólbelti þannig að þau henti vel sem búsvæði fyrir fugla.

    Meginmarkmið innan fjölnytjaskógræktar undir merkjum Norðurlandsskóga er timburskógrækt, landbótaskógrækt og skjólbeltarækt. Timburskógrækt felur einkum í sér ræktun skóga á svæðum þar

    sem skógræktarskilyrði eru góð og með trjátegundum sem gefa verðmætar viðarafurðir. Nýting birkiskóga sem fyrir eru til viðarframleiðslu og ræktun kjörlunda með verðmætum tegundum s.s. álmi og silfurreyni getur einnig talist til timburskógræktar. Í landbótaskógrækt felst einkum uppgræðsla illa

    gróins, rofins eða örfoka lands með skógi, m.ö.o. landgræðsluskógrækt með áherslu á jarðvegsverndarhlutverk skóga. Endurheimt birkiskógavistkerfisins er önnur útgáfa landbótaskógræktar en þar er áhersla á vistfræðilegt hlutverk skóga. Landbætur geta einnig falist í ræktun trjáskerma til að bæta beitarskilyrði eða ræktun skóga sem einkum eru ætlaðir til útivistar. Skjólbelti eru einkum tengd

    öðrum landbúnaði en geta einnig gegnt því hlutverki að veita skjól við mannabústaði, skógrækt og útivistarsvæði.

Flokkar lands

    Land á svæði Norðurlandsskóga lendir í einum af þremur flokkum m.t.t. skógræktar; 1) svæði þar sem skógrækt kemur ekki til greina, 2) svæði þar sem skógrækt er háð takmörkunum og leyfisveitingu og 3) svæði þar sem skógrækt er ekki háð takmörkunum.

    Svæði þar sem skógrækt kemur ekki til greina eru friðlýst svæði skv. náttúruverndarlögum, þ.e. þjóðgarðar, friðlönd, náttúruvætti og fólkvangar, og friðlýstar fornleifar skv. þjóðminjalögum. Þá setja veðurfarsskilyrði skorður og er víðast hvar miðað við að ekki verði farið í skógræktarframkvæmdir ofar en í 400 m hæð. Þó geta verið á þessu undantekningar, t.d. þar sem byggð stendur hæst í innanverðum Bárðardal og á Hólsfjöllum eða á öðrum stöðum þar sem skilyrði eru góð þrátt fyrir mikla hæð.

    Svæði eða landgerðir þar sem skógrækt er háð takmörkunum miðast einkum við lista yfir verndarsvæði í þriðja viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum:

iii. verndarsvæði:

     (a) friðlýstar náttúruminjar og svæði sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd,

    4

Sérstakt svæðisskipulag fyrir Norðurlandsskóga

     (b) svæði sem njóta verndar samkvæmt sérlögum, svo sem Þingvalla, Mývatns- og Laxársvæða og Breiðafjarðar,

     (c) svæði innan 100 m fjarlægðar frá fornleifum sem njóta verndar samkvæmt þjóðminjalögum,

     (d) svæði, sbr. gr. 4.21 í skipulagsreglugerð, sem njóta verndar í samræmi við reglugerð um varnir gegn mengun vatns og reglugerð um neysluvatn vegna grunnvatns- og strandmengunar og mengunar í ám og vötnum,

     (e) svæði sem njóta verndar samkvæmt samþykktum alþjóðlegra samninga sem Ísland er bundið af, svo sem Ramsarsamningsins (votlendi) og Bernarsamningsins (verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu). Válistar falla hér undir enda m.a. gefnir út til að uppfylla skyldur Íslands samkvæmt Bernarsamningnum,

     (f) hverfisverndarsvæði samkvæmt ákvæðum í skipulagsáætlunum, sbr. gr. 4.22 í skipulagsreglugerð,

    Skógrækt á þessum svæðum verður háð leyfi/umsögn viðkomandi fagstofnunar/umsagnaraðila, tilkynningu til Skipulagsstofnunar sem úrskurðar um hvort framkvæmd skuli fara í mat á umhverfisáhrifum og framkvæmdaleyfi viðkomandi sveitarfélags. Umsagnar Umhverfisstofnunar verður leitað sé skógrækt fyrirhuguð á svæðum á Náttúruminjaskrá sem ekki eru friðlýst og ekki eru vernduð skv. sérstökum lögum. Sé skógrækt fyrirhuguð á 200 ha svæði eða stærri er hún háð tilkynningu til Skipulagsstofnunar sem úrskurðar um hvort framkvæmd skuli fara í mat á umhverfisáhrifum og framkvæmdaleyfi viðkomandi sveitarfélags.

    Á landi sem fellur ekki undir þessa tvo fyrrnefndu flokka er skógrækt ekki háð neinum sérstökum takmörkunum.

Þátttökuferli

    Helsta forsenda fyrir þátttöku í Norðurlandsskógum er gerð samnings milli skógarbónda og Norðurlandsskóga þar sem skógræktarsvæðið er tiltekið. Samningi þessum er þinglýst sem kvöð á viðkomandi jörð og er það gert til að tryggja framhald skógræktar þrátt fyrir eigendaskipti o.þ.h. þar sem skógrækt er verkefni sem nær oftast til lengri tíma en eins mannsaldurs.

    Málsmeðferð hefst við það að eigandi/umráðamaður lögbýlis sækir skriflega um þátttöku í Norðurlandsskógum til framkvæmdastjóra Norðurlandsskóga. Starfsmaður Norðurlandsskóga skoðar síðan tilvonandi skógræktarsvæði með umsækjanda, rætt er um möguleika til skógræktar og væntingar umsækjanda og komist er að niðurstöðu um mörk svæðisins.

     Um leið og mörk svæðisins eru ákveðin er hugað að því í hvaða landflokki svæðið lendir og fer áframhaldandi málsmeðferð eftir því. Á þessu stigi eru þekkt verndarsvæði s.s. votlendi, fornleifar o.þ.h. merkt og undanskilin frá skógræktarsvæðinu sem síðan verður samið um.

    Ef svæðið kemur ekki til greina til skógræktar sökum þess að það er friðlýst eða skilyrði til skógræktar teljast of erfið hafna Norðurlandsskógar samningsgerð um það svæði.

    Sé skógrækt á viðkomandi svæði háð takmörkunum er um tvennskonar meðferð að ræða. Falli svæðið undir skilgreininguna á verndarsvæðum skv. 3. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum þarf umsækjandi að afla leyfa/umsagna frá viðkomandi stofnunum (Umhverfisstofnun, Fornleifavernd ríkisins eða sveitarfélagi eftir því sem við á) og afla allra viðkomandi upplýsinga sem fylgja þurfa tilkynningu til Skipulagsstofnunar um hvort skógrækt á viðkomandi svæði sé háð mati á umhverfisáhrifum. Úrskurði Skipulagsstofnun svo að viðkomandi skógræktarframkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum sér umsækjandi um að láta slíkt mat fara fram. Hvort sem framkvæmdin er úrskurðuð í mat á umhverfisáhrifum eður ei er hún háð framkvæmdaleyfi viðkomandi sveitarstjórnar skv. 9. kafla skipulagsreglugerðar nr. 400/1998 og sér umsækjandi einnig um að afla framkvæmdaleyfis. Að þessu loknu og að uppfylltum öllum þeim skilyrðum sem umsagnaraðilar eða Skipulagsstofnun kunna að setja getur umsækjandi gert samning við Norðurlandsskóga. Tekið er fram að Norðurlandsskógar geta veitt upplýsingar um fyrirhuguð markmið með skógrækt, tegundaval og líklegar ræktunaraðferðir inn í þetta ferli en taka hvorki þátt í annarri upplýsingaöflun né kostnaði. Þetta ferli á t.d. við á öllu því svæði sem heyrir undir lög um verndun Mývatns og Laxár, um skógrækt í votlendi sem er meira en 3 ha að flatarmáli, um skógrækt á nútímagosminjum og um skógrækt á hverfisverndarsvæðum sem kunna að verða til við gerð aðalskipulagsáætlana sveitarfélaga. Þetta ferli gildir einnig ef fyrirhugað skógræktarsvæði nær 200 hekturum eða meira að flatarmáli.

    Gögn þau sem afla þarf vegna tilkynningar til Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum eru skv. reglugerð nr. 671/2000 um mat á umhverfisáhrifum:

    5

Sérstakt svæðisskipulag fyrir Norðurlandsskóga

    a. lýsing á fyrirhugaðri framkvæmd, umfangi hennar og helstu framkvæmda- og rekstrarþáttum, sbr. 1. tl. 3. viðauka við reglugerðina,

    b. uppdráttur af fyrirhugaðri framkvæmd og afstöðu hennar í landi þar sem fram koma mörk framkvæmdasvæðis, mannvirki sem fyrir eru á svæðinu og upplýsingar um fyrirhugaða framkvæmd,

    c. upplýsingar um hvernig fyrirhuguð framkvæmd fellur að gildandi skipulagsáætlunum, d. lýsing á staðháttum, landslagi, gróðurfari og landnotkun og hvort fyrirhugað framkvæmdasvæði sé á eða nærri verndarsvæðum, sbr. 2. tl. 3. viðauka við reglugerðina,

    e. lýsing á hvaða þættir framkvæmdar og/eða rekstrar valda helst áhrifum á umhverfið, sbr. 3. tl. 3. viðauka reglugerðarinnar,

    f. upplýsingar um fyrirliggjandi álit umsagnaraðila og annarra eftir eðli máls sem framkvæmdaraðili kann að hafa leitað eftir.

    Gögn þau sem afla þarf vegna framkvæmdaleyfis eru skv. skipulagsreglugerð nr. 400/1998:

    a. Uppdráttur í þremur eintökum sem sýnir framkvæmd og afstöðu hennar í landi, nánar tiltekið yfirlitsuppdráttur í mælikvarða 1:50.000-1:5.000 þar sem fram koma mörk viðkomandi svæðis, tenging þess við þjóðveg, hæðarlínur og mannvirki sem fyrir eru á svæðinu. Þar sem það á við skal einnig leggja fram afstöðuuppdrátt í mælikvarða 1:2.000-1:1.000 þar sem fram koma mörk viðkomandi svæðis, hæðarlínur, mannvirki sem fyrir eru á svæðinu og upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir eftir því sem við getur átt.

    b. Fylgigögn þar sem fram kemur lýsing á framkvæmd og hvernig framkvæmd fellur að gildandi skipulagsáætlunum ásamt öðrum upplýsingum sem skipulagsnefnd telur nauðsynlegar.

    Sé um svæði að ræða sem er á Náttúruminjaskrá eða á Náttúruverndaráætlun en hvorki friðlýst né verndað skv. 3. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum þarf umsækjandi að afla umsagnar Umhverfisstofnunnar áður en gerður er samningur um skógrækt. Slík svæði eru hvorki háð mati á um hverfisáhrifum né framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar. Leggist Umhverfisstofnun gegn skógrækt á viðkomandi stað verður leitað leiða til að koma til móts við þau sjónarmið. Þetta ferli gildir um fjölmörg svæði á Norðurlandi (sjá 2. kort).

    Um land þar sem skógrækt er engum sérstökum takmörkunum háð gildir að gengið er beint til samninga um skógrækt á svæðinu. Ekki er þörf á umsögnum neinna stofnana og hvorki þarf mat á umhverfisáhrifum né framkvæmdaleyfi. Fyrirhuguð framkvæmd er tilkynnt til viðkomandi sveitarstjórnar, minjavarðar og Náttúrufræðistofnunar Íslands sem hafa þá tækifæri til að koma með athugasemdir og ábendingar áður en framkvæmdir hefjast.

Ræktunaráætlun

    Þegar gerður hefur verið samningur milli skógarbónda og Norðurlandsskóga er hafist handa við gerð ræktunaráætlunar fyrir skógræktarsvæðið. Ræktunaráætlun er í raun ekki annað en skriflegar leiðbeiningar frá skógfræðingi til skógarbónda. Við gerð ræktunaráætlunar er tekið mið af væntingum og óskum skógarbónda, skógræktarskilyrðum á svæðinu og hlutverkum skóga. Hlutverkum sem skógar gegna má skipta í fjóra flokka: 1)Vistfræðileg hlutverk skógar eru búsvæði fyrir fjölda lífvera, 2)

    efnahagsleg timbur og aðrar afurðir, 3) félagsleg útivist o.fl., og 4) verndarhlutverk t.d.

    jarðvegsvernd, skjól og loftslagsvernd þ.e.a.s. binding kolefnis. Hugtakið fjölnytjaskógrækt undirstrikar að í skipulagi og framkvæmd skógræktar eru öll þessi hlutverk höfð í huga.

    Þessum hlutverkum er svo umbreytt í markmið með skógrækt á viðkomandi stað. Það getur t.d. verið meginmarkmið að skógur á tilteknum stað framleiði timbur (efnahagslegt hlutverk), en önnur markmið eru gjarnan að hann verði fallegur ásýndar og nýtist til útivistar (félagslegt), hann laði til sín fugla (vistfræðilegt), bindi koltvísýring úr andrúmsloftinu og dragi úr jarðvegsrofi (verndarhlutverk). Með notkun á mismunandi trjátegundum og tegundablöndum er hægt að ná öllum þessum markmiðum.

    Vinnureglur sem unnið er eftir við gerð ræktunaráætlana gera m.a. ráð fyrir því að stuðlað verði að fjölbreytni skóga með blöndun tegunda og með því að hanna skógarjaðra sérstaklega m.t.t. ásýndar og fuglalífs. Einnig á að leitast við að fella skógræktina sem best að landslagi og viðhalda verðmætum sem fyrir eru svo sem útsýni, sérstökum náttúrufarsþáttum og fornleifum með því að sleppa gróðursetningu á slíkum blettum sem kunna að lenda innan skógræktarsvæða.

    6

Sérstakt svæðisskipulag fyrir Norðurlandsskóga

    1 Inngangur

    1.1 Norðurlandsskógar

    1.1.1 Tilgangur

    Megintilgangur Norðurlandsskóga er að stuðla að fjölnytjaskógrækt á Norðurlandi (þ.e. Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu, Eyjafjarðarsýslu, Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu) og treysta með því byggð og fjárfesta í nýrri auðlind sem efla mun atvinnulíf nú og í framtíðinni. Með fjölnytjaskógrækt er átt við að skógarnir sem verða ræktaðir munu gefa af sér fjölbreytta nýtingarmöguleika s.s. jarðvegsvernd, skjól, útivist, fegrun lands, bindingu kolefnis og timbur. Markmiðið er að gefa sem flestum kost á því að taka þátt í verkefninu.

    1.1.2 Stjórnsýsla

    Norðurlandsskógar starfa samkvæmt lögum um landshlutabundin skógræktarverkefni nr. 56/1999 (1. fylgirit). Samkvæmt þeim verða Norðurlandsskógar sjálfstætt skógræktarverkefni til 40 ára með eigin stjórn sem landbúnaðarráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Stjórnin er fjögurra manna, þ.e. einn tilnefndur af Félagi skógarbænda á Norðurlandi, annar af Skógrækt ríkisins, sá þriðji af skógræktarfélögunum á Norðurlandi og sá fjórði er skipaður án tilnefningar. Stjórnin hefur á hendi yfirstjórn verkefnisins og samþykkir starfs- og fjárhagsáætlanir. Stjórnin ræður framkvæmdastjóra sem sér um daglegan rekstur. Stjórn Norðurlandsskóga hefur verið skipuð og framkvæmdastjóri og 3 svæðisstjórar ráðnir. Samstarf er við Skógrækt ríkisins um faglega ráðgjöf og rannsóknir bæði til starfsmanna Norðurlandsskóga og skógarbænda.

    Landbúnaðarráðherra

    Félag skógarbænda Fulltrúi ráðherra Skógrækt ríkisins Skógræktarfélög

    Stjórn Norðurlandsskóga

    Framkvæmdastjóri

    Skógrækt ríkisins

    Svæðisstjórar

    Skógarbændur

Mynd 1: Skipu- og tengslarit fyrir Norðurlandsskóga.

    7

Sérstakt svæðisskipulag fyrir Norðurlandsskóga

    1.1.3 Framkvæmdaaðilar

    Framkvæmdaaðilar Norðurlandsskóga verða eigendur/ábúendur/umráðaaðilar jarða sem eru þátttakendur í verkefninu (framvegis kallaðir skógarbændur) og fara framkvæmdir fram á þeirra eigin jörðum. Skógarbændur bera alla ábyrgð á framkvæmdum á sínum jörðum.

    Skv. lögum um landshlutabundin skógræktarverkefni er landbúnaðarráðherra heimilt að ,,fela stjórnum verkefnanna umsjón skógræktarverkefna þar sem einstaklingum og félagasamtökum er veittur stuðningur til skógræktar". Hér getur t.d. verið um að ræða samstarfsverkefni með ýmsum aðilum. Í þeim tilvikum geta framkvæmdaaðilar t.d. verið einstaklingar aðrir en skógarbændur, skógræktarfélög eða félög skógarbænda.

    1.2 Tilefni svæðisskipulags um Norðurlandsskóga 1.2.1 Hugmynd að Norðurlandsskógum

    Nytjaskógrækt á vegum bænda með framlögum úr ríkissjóði hófst á Norðurlandi árið 1983. Árið 1984 var kafla um nytjaskógrækt á bújörðum bætt við skógræktarlög nr. 3/1955. Sá kafli tekur aðeins til ræktunar nytjaskóga til timburframleiðslu. Því áttu aðeins jarðir á vænlegustu skógræktarsvæðunum möguleika á að fá framlög samkvæmt þeim lögum.

    Hugmyndir um Norðurlandsskóga voru kynntar þingmönnum Norðurlandskjördæma í júlí 1998. Í kjölfar þess skipaði landbúnaðarráðherra starfshóp til að stuðla að framgangi verkefnisins og vinna landshlutaáætlun til 40 ára. Hópinn skipuðu fulltrúar frá landbúnaðarráðuneytinu, Félagi skógarbænda á Norðurlandi og Skógrækt ríkisins. Skógarþjónusta Skógræktar ríkisins á Norðurlandi annaðist gerð landshlutaáætlunar fyrir starfshópinn þar sem fram kemur ítarleg lýsing á forsendum og framkvæmdaþáttum Norðurlandsskóga (2. fylgirit).

    1.2.2 Lagaforsendur

    Grundvöllur sérstaks svæðisskipulags fyrir Norðurlandsskóga er annarsvegar sá að samkvæmt lögum um landshlutabundin skógræktarverkefni nr. 56/1999 skal gera sérstaka landshlutaáætlun, til a.m.k. 40 ára, um hvert landshlutaverkefni og hinsvegar að samkvæmt 5. mgr. 27. gr. skipulags- og byggingarlaga skulu skógræktaráætlanir vera í samræmi við skipulagsáætlanir. Víða liggur ekki fyrir svæðisskipulag eða aðalskipulag í þeim sveitarfélögum þar sem fyrirhuguð er skógrækt á grundvelli laga um landshlutabundin skógræktarverkefni. Því þarf víða að leita meðmæla Skipulagsstofnunar vegna leyfisveitinga, sbr. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga fyrir þær framkvæmdir sem eru framkvæmdaleyfisskyldar. Í ljósi þessa og að nokkur tími mun líða þar til aðalskipulag hefur verið staðfest fyrir öll þau sveitarfélög sem landshlutabundin verkefni ná til, er nauðsynlegt að unnin sé sérstök skipulagsáætlun fyrir sérhvert landshlutabundið skógræktarverkefni.

    Fimmtánda gr. skipulags- og byggingarlaga heimilar svokallaða sérstaka svæðisskipulagsmeðferð. Í henni felst að mögulegt er að staðfesta svæðisskipulag um einstaka áætlun eða framkvæmdir sem tiltekinn aðili, sem getur verið annar en sveitarstjórn, ber ábyrgð á, í þessu tilviki stjórn Norðurlandsskóga. Á grundvelli slíkrar skipulagsáætlunar verður hægt að afgreiða einstakar umsóknir um þátttöku í landshlutabundnu skógræktarverkefni.

1.2.2.1 Lagaforsendur um framkvæmdaleyfi

    Samkvæmt 27. gr. skipulags- og byggingarlaga er óheimilt að hefja ,,Meiri háttar framkvæmdir, sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess...” án framkvæmdaleyfis. Í þessari skipulagstillögu er miðað við túlkun sem fram kemur í greinargerð úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í máli Litlu-Fellsaxlar dags. 31. október 2001 um hvaða skógræktarframkvæmdir á vegum Norðurlandsskóga skuli falla undir þetta ákvæði, en það eru þær sömu og kunna að vera háðar mati á umhverfisáhrifum.

    8

Sérstakt svæðisskipulag fyrir Norðurlandsskóga

    1.2.2.2 Lagaforsendur um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda Skv. lögum um um mat á umhverfisáhrifum er skylt að tilkynna til Skipulagsstofnunar um nýræktun skóga á 200 ha svæði eða stærra og á verndarsvæðum, en þau eru skilgreind í 3. viðauka laganna og eru:

     (a) friðlýstar náttúruminjar og svæði sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd,

     (b) svæði sem njóta verndar samkvæmt sérlögum, svo sem Þingvalla, Mývatns- og Laxársvæða og Breiðafjarðar,

     (c) svæði innan 100 m fjarlægðar frá fornleifum sem njóta verndar samkvæmt þjóðminjalögum,

     (d) svæði, sbr. gr. 4.21 í skipulagsreglugerð, sem njóta verndar í samræmi við reglugerð um varnir gegn mengun vatns og reglugerð um neysluvatn vegna grunnvatns- og strandmengunar og mengunar í ám og vötnum,

     (e) svæði sem njóta verndar samkvæmt samþykktum alþjóðlegra samninga sem Ísland er bundið af, svo sem Ramsarsamningsins (votlendi) og Bernarsamningsins (verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu). Válistar falla hér undir enda m.a. gefnir út til að uppfylla skyldur Íslands samkvæmt Bernarsamningnum,

     (f) hverfisverndarsvæði samkvæmt ákvæðum í skipulagsáætlunum, sbr. gr. 4.22 í skipulagsreglugerð,

1.3 Vinnsla svæðisskipulagstillögunnar

    1.3.1 Ábyrgð, samráð og kynning

    Norðurlandsskógar og Skógrækt ríkisins unnu að gerð skipulagsins í nánu samstarfi við Skipulagsstofnun. Drög að tillögunni voru borin undir Eyþing, Samband sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra, Náttúruvernd ríkisins og Þjóðminjasafn Íslands. Gerðu tveir síðastnefndu aðilar nokkrar athugasemdir, sem fylgja hér með sem viðaukar (sjá 6. og 7. fylgirit). Tillagan er auglýst í Lögbirtingarblaði og héraðsblöðum á Norðurlandi og er kynnt á fundum um Norðurland og liggur frammi til umsagnar í 4 vikur eins og málsmeðferð sérstakra svæðisskipulagsáætlana gerir ráð fyrir skv. 15. gr. Skipulags- og byggingarlaga.

    1.4 Framsetning svæðisskipulagstillögunnar

    Svæðisskipulagstillagan er sett fram í formi greinargerðar. Til stuðnings greinargerðinni, sem hér fer á eftir, er vísað í uppdrætti og skýrslur.

    1.4.1 Meðfylgjandi skýrslur

    1. Fylgirit: Lög um landshlutabundin skógræktarverkefni nr. 56/1999

    2. Fylgirit: Norðurlandsskógar 40 ára landshlutaáætlun

    3. Fylgirit: Ræktunaráætlun í skógrækt - Starfsmannahandbók

    4. Fylgirit: Yfirlit yfir friðlýstar fornminjar

    5. Fylgirit: Yfirlit yfir stöðu skráningar á fornminjum

    6. Fylgirit: Umsögn Náttúruverndar ríkisins og athugasemdir við hana

    7. Fylgirit: Umsögn Fornleifaverndar ríkisins og athugasemdir við hana

    1.4.2 Meðfylgjandi uppdrættir

    1. Kort: Skipulagssvæðið og skipting í sveitarfélög

    2. Kort: Mörk Norðurlandsskóga, friðlýstar náttúruminjar og svæði á náttúruminjaskrá

     3. Kort: Gróðurfar á Norðurlandi

    9

Report this document

For any questions or suggestions please email
cust-service@docsford.com