DOC

Inngangur(1)

By Ernest Graham,2014-07-16 07:42
11 views 0
Inngangur(1)Inng

    Kennaraháskóli Íslands Vorönn 2007 Leikir sem kennsluaðferð Fjarnám

    Námsmappa

    Stella María Ármann

    Kt. 100478-5799

    Leikir sem kennsluaðferð Fjarnám vorið 2007

    Efnisyfirlit

Inngangur 3

    Fræðilegt sjónarhorn: Gildi leikja í uppeldi og menntun 3

    Flokkar og tegundir leikja 4 Leikjavefurinn Leikjabankinn 4

    Nafna og kynningarleikir, hópstyrkingarleikir/hópeflisleikir 6

    okkrir gamlir og góðir leikir 8 N

    Leikir sem kveikjur 9 Söng-og hreyfileikir 10

    Hugþroskaleikir 11

    Námsspil og töfl 13

    Gátur, þrautir og heilabrjótar 14 Orðaleikir 16

    Tölvuleikir 17

    Framlag til Leikjavefjarins Leikabankans 18

    Lokaorð 24

    Heimildaskrá 25

    Stella María Ármann Kt. 100478-5799

Leikir sem kennsluaðferð Fjarnám vorið 2007

    Leikir er eitthvað sem ég tel mjög mikilvægt í skólastarfi. Nauðsynlegt er fyrir börn að fara í leiki til að bregða út frá hinni hefbundnu rútínu dagsins. Einnig eru til hinir ýmsu gerðir námsleikja þar sem nám er í formi leiks á markvissan hátt. Leikir í skólastarfi í umsjón Ingvars Sigurgeirssonar er því námskeið sem ég tel mig geta lært af og ég fengið hugmyndir af hinum ýmsu leikjum fyrir starfs mitt í framtíðinni.

Fræðilegt sjónarhorn: Gildi leikja í uppeldi og menntun

    Hvað er leikur? Leikur er eitthvað sem allflestir hafa gaman að hvort sem við á manneskjur eða dýr. En hvernig er hægt að skilgreina leik? Það er frekar erfitt að skilgreina leik eins og fram kemur í grein Jill Englebright Fox sem nefnist Back-to-Basics: Play in Early Childhood. Börn læra að rannsaka heiminn í gengum

    leik. Í leik þjálfa börn m.a. líkamlega hreyfingu, leikni og félagslegan hæfileika (Lingren, Carsten.2005;17).

    Að mati Fromberg og Gullo (1992) er meginþýðing leiks sá að leikur er þýðingarmikill þar sem að hann bætir t.d. tungumálakunnáttu, sköpunargáfu, félagslega hæfni, hugmyndaflug og rökhugsun. Einnig kemur fram hjá þeim að börn læra það sem fyrir þeim er haft þ.e að þau nýta sér það sem þau hafa séð aðra gera hvort sem það er í sjónvarpinu eða í daglegu lífi. Eftir að hafa velt fyrir mér þeirra skoðunum get ég verið sammála þessu að ég tel leik þroska börnin og að þau læri í gegnum leik í nánast hvaða formi sem hann er. Börn byggja líka ofan á grunninn sem stækkar og stækkar með hverju árinu.

Í greininni Play as Curriculum eftir Francis Wardle eru leikir flokkaðir niður í

    fimm flokka; líkamlega leiki, félagslega leiki, uppbyggjandi leiki, ímyndunarleiki og leiki með reglum. Segja má að þessi flokkun sé nokkuð gróf að mínu mati en gefur kannski til kynna hvers konar leiki verið er að tala um.

    Stella María Ármann Kt. 100478-5799

Leikir sem kennsluaðferð Fjarnám vorið 2007

    Ég horfði á myndaflokkinum The Promise of Play og fannst mér ég fá þá

    tilfinningu að maður á ekki að horfa á lífið með of alvarlegum augum heldur leika sér og hafa gaman af því líka. Með hverju árinu sem líður í lífi manneskju virðist leikurinn minnka og minnka þar til hann verður að engu. Það er alveg ótrúlegt að leikurinn skuli ekki halda betur út því leið og farið er í leik með fullorðnu fólki er eins og fólk vakni til lífsins aftur og fái auka vitaminsprautu í sig.

Flokkar og tegundir leikja

    Þegar kemur að því að flokka leiki niður eftir heitum og tengundum þá er flokkunin á Leikjarvefnum bara nokkuð góð í svona grófum dráttum. Ég hefði þó vilja sjá hana með aðeins fleiri flokkum. Flokkar sem mér dettur í hug að hægt væri að flokka eftir er t.d. eftir aldurhópi, afmælisleikir, inni- eða útileikir, boltaleikir, söngleikir, leikir með pappír, dansleikir, eltingaleikir, hoppuleikir, spilaleikir og jafn vel árstíða og hátíðaleikir. Þetta er svona það helst sem mér dettur í hug varðandi flokkun leikja.

Leikjavefurinn leikjabankinn

    Ég skoðaði leikjavefinn vel og vandlega og fór yfir leikina sem þar eru í boði. Mér fannst mjög margir leikir spenndi en hér hef ég valið mér þrjá sem ég ætla að segja frá.

Sá fyrsti er undir flokknum hreyfileikir og æfingar og heitir Allir sem einn.

    Leikurinn er ætlaður fyrir börn 7 ára og eldri. Leikurinn þjálfar athygli, hreyfingu, skarpskyggni og tilbreytingu og finnst mér þetta virka mjög skemmtilegur leikur. Þennan leik er hægt að nota við mörg tilefni eins og t.d. í Stella María Ármann Kt. 100478-5799

Leikir sem kennsluaðferð Fjarnám vorið 2007

    kennslu og í afmælisveislum. Í kennslu er þetta góður leikur t.d. til að lífga liðið við ef það er búið að vera í mikilli einbeitingarvinnu.

    Leikur númer tvö sem ég valdi er undir flokknum ýmsir námsleikir og kallast Kóngulóarvefur. Mér finnst þessi leikur mjög sniðugur þar sem hann þjálfar marga þætti eins og greiningu orða og stafa, að finna ný orð, að finna mynstur, að nota ímyndunaraflið, einbeitingu og fleira. Leikurinn er gefinn upp fyrir börn 6 ára og eldri. Ég held að þessi leikur sé mjög sniðugur í kennslu þar sem hann kemur inn á svo marga þætti eins og fyrr segir og gott að víkja stundum út frá hefbundinni kennslu og læra í gegnum leik. Ég fór að reyna að hugsa um aðra útfærslu á leiknum og datt helst í hug að hægt væri að gera eitthvað tilbrigði út frá þessum leik með rímorðum, þannig að hnykklinum væri kastað á milli og nemendur ættu að ríma.

    Leikur númar þrjú sem ég fann er undir flokknum ýmsir hópleikir og kallast Ávaxtakarfa. Ástæðan fyrir því að ég valdi þennan leik er að ég hef notað hann í æfingakennslu og virkaði hann alveg rosa vel. Nemendum þótti hann mjög skemmtilegur og átti hann mjög vel við til að lífga hópinn við og koma þeim í gott skap ;). Þessi leikur þjálfara marga þætti eins og athygli, viðbrögð, minni og hlustun. Á Leikjavefnum er leikurinn ætlaður börnum 5 ára og eldri. Ég tel að hægt sé að nota þenna leik við alls konar tilefni og hægt að breyta honum kannski helst með því að nota einhver önnur orð eða samheiti eða eitthvað þannig.

    Ég skoðaði leikjavefina sem gefnir voru upp á leikjavefnum og sá þar nokkra skemmtilega vefi. Sá sem mér fannst skemmtilegastur var vefur sem heitir www.kidspsych.org. Hann er mjög litríkur og með hljóðum. Hann er líka

    skiptur í aldursflokka, annars vegar fyrir börn 1 til 5 ára og hins vegar fyrir börn 6 til 9 ára. Einnig var hægt að skoða leiðbeiningar fyrir foreldra. Ég prufaði Stella María Ármann Kt. 100478-5799

Leikir sem kennsluaðferð Fjarnám vorið 2007

    nokkra leiki þarna með eldri syni mínum og fannst honum þetta mjög skemmtilegir leikir sem hægt var að fara í.

Annar vefur sem ég skoðaði var http://www.gameskidsplay.net. Á þeim vef eru

    alls konar hugmyndir af leikjum og minnti því á Leikjavefinn. Margar hugmyndir eru að leikjum á þessum vef og var gaman að fara í gegnum hann og skoða. Þennan leikjabanka er sniðugt að nota til hliðsjónar með Leikjabankanum. Leikjunum á umræddum vef er þó ekki skipt upp eins og á Leikjavefnum heldur eru allir leikirnir saman og því ekki eins aðgengilegt að skoða þá og á Leikjavefnum.

Þriðji vefurinn sem ég ætla að fjalla um er http://www.funbrain.com. Þessi

    vefur er skiptur upp í nokkra þætti sem hægt er að þjálfa eins og stærðfræði og lestur. Hægt er að fara í leiki tengdu þessu eða líka bar velja að fara í alla leiki og þá er um að velja fullt af leikjum. Þessi vefur er nokkuð litríkur og skemmtilegur.

    Tillögur í sambandi við hvernig hægt er að þróa leikjasafn Leikjavefsins áfram eru ekki margar hugmyndir frá mér ;) Mér finnst vefurinn mjög sniðugur og hef oft notað hann í aðra hluti en sem tengjast kennslu. Það helsta sem mér dettur í hug sem hægt er að þróa áfram er að búa til fleiri flokka eins og t.d. útileikir, afmælisleikir og fleira. Einnig væri gott að gefa valið eftir aldurshópum. Sniðugt gæti líka verið að hafa myndbönd með einhverjum leikjunum. Að lokum væri kannski hægt að hafa vefinn litríkari og meira fyrir augað :)

    Nafna-og kynningarleikir, hópstyrkingarleikir/hópeflisleikir Ég held að leikir eins og nafna og kynningarleikir annars vegar og hins vegar hópstyrkingarleikir séu eitthvað sem er bæði jákvætt og skemmtilegt fyrir krakka sem fullorðna. Þegar fólk er að kynnast þá flýta leikir fyrir því að fólk fer að tala Stella María Ármann Kt. 100478-5799

Leikir sem kennsluaðferð Fjarnám vorið 2007

    saman ásamt því að efla og bæta samskiptin. Leikir ýta líka alltaf undir það að fólk hrisstist meira saman og brýtur ísinn á skemmtilegan hátt. Ég var mjög hrifin af nokkrum leikjum og voru það leikirnir:

• Að láta boltann ganga

    Sá leikur finnst mér sniðugur hópleikur og virkar t.d. mjög vel í afmælisveislum. Mín reynsla er sú að krökkum finnst hann oftast enn skemmtilegri ef þau eiga að klæða sig í einhver kjánaleg föt sem þau draga blint upp úr pokanum sem gengur á milli.

• Ávaxtakarfan

    Þessi leikur er mjög skemmtilegur og fjörugur. Ekki er samt gott að hafa of marga finnst mér í honum því þá er meiri hætta á að einhver slasi sig hreinlega ;) Leikurinn er samt mjög góð leið til að ná hópnum vel saman og leika sér smá.

• Það voru að koma skilaboð

    Þessi leikur finnst mér alltaf hitta í mark. Man sjálf eftir honum frá því að ég var lítil og fannst hann skemmtilegur þá og finnst hann enn skemmtilegur. Held að hann geti átt við alla aldurshópa hreinlega og er einmitt svona leikur sem er kjánalegur og fólk fer að hlæja af og þá myndast skemmtilegt andrúmsloft milli fólks.

• Símskeyti

    Þessi leikur er líka alltaf klassískur að mínu mati. Ég man einnig eftir honum sem barn og man að mér þótti hann mjög skemmtilegur. Þessi leikur er kannski rólegri en margir aðrir en samt þannig að maður er í hóp að vinna og hafa gaman.

• Ég er frábært eins og ég er....

    Stella María Ármann Kt. 100478-5799

Leikir sem kennsluaðferð Fjarnám vorið 2007

    Þessi leikur er örugglega mjög góðir og fjörugur og í þessum leik lærir fólk hluti um aðra sem það kannski venjulega lærir ekki strax. Þetta er því góður leikur til að kynnast fólki og hafa gaman að í leiðinni.

• Nafnaruna

    Þessi leikur er klassískur að mínu mati og alltaf sniðugur. Ég hef farið í hann í nokkrum útfærslum og fannst mér han eiginlega skemmtilegastur þegar hann var útfærðu þannig að maður segir nafnið sitt og svo eitthvað einkenni eins og t.d. ég heiti Stella og ég er bláeygð.....eða líka hægt að segja..ég heiti Stella og ég get gert svona (og þá kannski vinkað eða eitthvað). Þetta virkar oft þannig að nöfnin festast betur finnst mér alla vega :) Þegar leikurinn er útfærður á þennan hátt þá er hann að mínu mati líflegri og fjörugri en ef nöfnin eru bara sögð :)

Nokkrir gamlir og góðir leikir

    Ganlir og góðir leikir er eitthvað sem ég tel að mikilvægt sé að halda í og kenna kynslóð eftir kynslóð. Í dag er ekki margt sem haldið er í frá fyrri árum því þetta eitthvað sem gott er að nýta áfram. Þegar ég fór að hugsa um gamla leiki datt mér helst í hug þeir leikir sem ég var að leika í þegar ég var krakki. Helstu leikirnir eru eins og að verpa eggjum, viðstöðulaus, kíló, brennibolti, ein króna, teygjutvist og snú-snú svo eitthvað sé nefnt. Ég man líka eftir því í

    afmælisveislum var yfirleitt alltaf farið í leikinn að segja penna/blýant ofan í glerflösku. Flesta af þessum leikjum hef ég ekki heyrt um en kannski hafa sumir hverjir fengið ný nöfn. Ég var t.d. um daginn að lýsa leiknum viðstöðulaus fyrir

    stráknum mínum og einnig að verpa eggjum og þekkti hann þessa leiki alveg en

    hjá honum hétu þeir eitthvað allt annað.

    Gamlir góðir leikir er eitthvað sem fullorðnir ættu að reyna að halda í og kenna börnum sínum leikina sem þeir voru í þegar þeir voru ungir. Mér finnst Stella María Ármann Kt. 100478-5799

Leikir sem kennsluaðferð Fjarnám vorið 2007

    leikirnir í dag hafa breyst töluvert og hreinlega krakkar bara ekki fara eins mikið í leiki eins og gert var hér áður fyrr.

Leikir sem kveikjur

    Leikir sem kveikjur er mjög sniðugt finnst mér. Með því að byrja tímann með leik nær maður hópnum jákvæðari en ella því krökkum finnst yfirleitt gaman að fara í leiki. Ég fór að hugsaði mér leiki sem hægt er að nota sem kveikju og datt mér þessir leikir í hug:

    Hangman eða hengimann, er leikur sem getur verið mjög sniðugur sem kveikja t.d. í þemaverkefni eða bara hvað eina. Einn ákveður orð og gerir eitt strik fyrir hvern staf í orðinu. Að lokum eiga hinir að giska á stafi þangað til þeir finna orðið. Ef þeir giska á staf sem ekki er í orðinu þá er teiknaður hluti af mynd sem á endanum, ef ekki gengur vel að finna stafina, mynda hangandi Óla prik. Þessi leikur er að mínu mati alltaf klassíkur og hægt að nota við mörg tilefni. Sem dæmi er hægt að nota þennan leik þegar þemaverkefni er kynnt þannig að nemendur giski á hvaða þema er að fara í gang.

    Annar leikur eða aðferð sem mér datt í hug er leikur þar sem kennarinn byrjar á að notast við þankahríða aðferð. Kennarinn segir t.d. ,,hvaða orð dettur ykkur í hug sem jákvæð annars vegar og hins vegar sem eru neikvæð?”. Kennarinn

    skrifar upp öll orðin á töfluna. Þegar nóg af orðum er komið er nemendum skipt upp í t.d. fjóra hópa og á hver hópur að velja sér 5 jákvæð orð og 5 neikvæð orð og skrifa þau niður. Hóparnir skiptast svo á spjöldum og eiga að skrifa sögu þar sem fram koma öll orðin tíu. Að því loknu er hægt að hafa það þannig að nemendur eigi að gera leikþátt út frá sögunni. Þetta verkefni gæti t.d. tengst vináttu.

Stella María Ármann Kt. 100478-5799

Leikir sem kennsluaðferð Fjarnám vorið 2007

    Að lokum dettur mér í hug leikur þar sem dreift er til allra eitt spjald sem öll eru mismunandi. Á spjöldunum gæti t.d. staðið þræll, höfðingi, Gísli Súrson eða eitthvað álíka. Nemendur eiga svo að tala sig saman og finna sinn hóp eins og t.d. ef um Brennunjálssögu er að ræða, þá myndi t.d. Gísli finna konu sína, börn og þá sem tilheyra honum. Spjöldin gætu líka verið þannig að á spjaldinu stendur fjölskylda eitt og fyrir neðan nafnið á fjölskyldumeðlimnum. Kennarinn myndi því næst biðja nemendur að raða sér upp fyrir myndatöku á þann hátt eins og þeir túlka að fjölskyldan hafi verið. Kennarinn þykist svo taka mynd með því að segja ,,klikk” og að því loknu spyr hann hvern og einn hver hann er. Með þessu gæti hann kynnt persónur fyrir nemendum og myndu þeir þannig tengja þá eflaust betur þegar sagan yrði lesin (Anna Jeppesen).

Söng-og hreyfileikir

    Ég er mikið hrifin að söng-og hreyfileikjum og fannst mjög gaman að prufa þá. Ég fékk til liðs við mig syni mína tvo sem eru 8 ára og tæplega 4 ára ásamt fjórum vinum þeirra. Ég skoðaði nokkra leiki og valdi þessa.

Bangsi lúrir

    Við fengum einn til að byrja að vera hann og sá lagðist í miðjuna og var bangsinn. Við hin gengum í kringum hann og sungum. Þau sem ekki kunnu lagið lærðu það fljótt og fannst öllum þetta voða skemmtilegt. Við ákváðum svæði þar sem leyfilegt var að hlaupa um og gekk þetta allt saman vel þó auðvitað myndaðist ákveðinn æsingur við þetta.

Nafnaleikurinn

    Næst prufuðum við nafnaleikinn og voru allir látnir hugsa hvað þeir ætluðu að gera áður en þeir byrjuðu. Leikurinn var kannski ekki alveg nógu raunhæfur þar Stella María Ármann Kt. 100478-5799

Report this document

For any questions or suggestions please email
cust-service@docsford.com