DOC

Inngangur

By Kathleen Lane,2014-07-14 13:14
9 views 0
Inngangurinng

Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

    GLS060G Leikir sem kennsluaðferð

    Kennarar: Ingvar Sigurgeirsson

    og Ása Helga Ragnarsdóttir

    Vor 2009

    Leikir sem kennsluaðferð

    Árný Hekla Marinósdóttir Elín Heiða Þorsteinsdóttir Kt. 090481-5849 Kt. 060384-3129

    ahm3@hi.is eth11@hi.is

Ráðhildur Anna Sigurðardóttir Valgerður Ósk Sigurjónsdóttir

    Kt. 010680-5069 Kt. 160580-3139

    ras20@hi.is vos4@hi.is

    Efnisyfirlit

    Inngangur ...............................................................................................................................4

    1. þáttur - Fræðilegt sjónarhorn ...............................................................................................5 Gildi leikja í uppeldi og menntun ...................................................................................5

    Hvað er leikur? .......................................................................................................5

    Hvað einkennir það atferli sem við kennum við leiki? .............................................5

    Hvaða þýðingu hafa leikir fyrir þroska? ..................................................................6

    Hver eða ætti að vera hlutur leiks og leikja í uppeldis- og skólastarfi? ..................6 Tvær fræðigreinar um gildi leikja ..................................................................................7

     Back-Basics: Play in Early Childhood ....................................................................7

    Play as Curriculum .................................................................................................8 Tveir þættir úr myndaflokknum The promise of play .....................................................9

    The mother of invention .........................................................................................9

    The heart of the matter .......................................................................................... 10

    2. þáttur Flokkun leikja ...................................................................................................... 11

    3. þáttur - Leikjavefurinn Leikjabankinn ............................................................................ 12 Leikjavefurinn ............................................................................................................. 12 Leikjasafn Leikjavefsins .............................................................................................. 12 Hreyfiþrautir ............................................................................................................... 12

    Kapphlaup á spjöldum .......................................................................................... 13 Kynningarleikir ........................................................................................................... 13

    Dansar á pallinum ................................................................................................. 13 Söng- og hreyfileikir.................................................................................................... 14

    Ég lonníetturnar lét á nefið ................................................................................... 14 Áhugaverðir leikjavefir................................................................................................ 16

    Fræðsludeild Þjóðleikshússins .............................................................................. 16

    Games Kids Play .................................................................................................. 16

    Sjovide ................................................................................................................. 17 Fleiri leikjavefir sem við mælum með.......................................................................... 17

    Kids Health .......................................................................................................... 17

    Familyfun ............................................................................................................. 17 Hugmyndir að þróun Leikjabankans ............................................................................ 18

    4. þáttur - Nafna- og kynningarleikir - hópstyrkingarleikir / hópeflileikir .............................. 19 Ég er frábær eins og ég er ............................................................................................ 19 Spottakynning ............................................................................................................. 20 Nafnaleikur með tilþrifum ........................................................................................... 20 Kafbátaleikur ............................................................................................................... 21

    1

     Ég, þú; þú, ég .............................................................................................................. 21Mannhnútur ................................................................................................................. 22

     Icebreakers .................................................................................................................. 22

    5. þáttur - Gamlir og góðir íslenskir leikir ............................................................................. 23 Skotbolti ...................................................................................................................... 23 Fallin spýta .................................................................................................................. 23 París ............................................................................................................................ 24 Tröppuparís ................................................................................................................. 24 Lita parís/tugaparís ...................................................................................................... 25 Að verpa eggjum ......................................................................................................... 26 Yfir ............................................................................................................................. 26

    6. þáttur - Leikir sem kveikjur .............................................................................................. 27 Minnisleikur ................................................................................................................ 27 Sögugerð ..................................................................................................................... 28 Hákarlar og eyjur ......................................................................................................... 28 Töfrahatturinn ............................................................................................................. 28 Látbragðsleikur ........................................................................................................... 29 Treflaleikurinn ............................................................................................................ 29

    7. þáttur - Hugþroskaleikir .................................................................................................... 30 Með .... á bakinu .......................................................................................................... 31 Að skoða í huganum .................................................................................................... 31 Hverju hefur verið breytt?............................................................................................ 32 Góðan daginn .............................................................................................................. 32 Blindu mennirnir og fíllinn .......................................................................................... 33 Hvað gæti þetta verið? ................................................................................................. 34 Raðir ........................................................................................................................... 34

    8. þáttur - Námsspil og töfl ................................................................................................... 35 Tónaflóð ...................................................................................................................... 35 Samstæðuspil .............................................................................................................. 36 Jenga ........................................................................................................................... 36 Sögustund.................................................................................................................... 37

    9. þáttur - Tölvuleikir............................................................................................................ 38 Leikir af www.nams.is................................................................................................. 38

    Orðakistur Krillu .................................................................................................. 38

    Minnisleikur ......................................................................................................... 39

    Stafaleikur Bínu .................................................................................................... 39

    Þríhyrningarnir ..................................................................................................... 39

    Ferhyrningarnir..................................................................................................... 39

    2

     Þrír í röð ............................................................................................................... 39

    Talnaferhyrningurinn ............................................................................................ 40

     Lukkuhjólið .......................................................................................................... 40

    Niðurstöður ................................................................................................................. 40 Álfur ........................................................................................................................... 40 Leikjasíður .................................................................................................................. 41

    Stained glass ......................................................................................................... 41 10. þáttur - Söng- og hreyfileikir ........................................................................................... 42 Upphitunarleikur ......................................................................................................... 42 Bangsi lúrir.................................................................................................................. 45 Haustið komið ............................................................................................................. 46 Hreyfa Frjósa söngurinn ........................................................................................... 47 Frostsöngur ................................................................................................................. 48 11. þáttur - Hreyfileikir og þrautir ......................................................................................... 49 Hanaslagur .................................................................................................................. 49 Þrautabraut með 5 stöðvum ......................................................................................... 50 Æfingaspjöld ............................................................................................................... 51 Bakari og piparkökukrakki .......................................................................................... 51 Óhreina tuskubrúðan ................................................................................................... 52 Dauðir fiskar ............................................................................................................... 52 Ég er slanga ................................................................................................................. 53 Framlag okkar á Leikjavefinn ............................................................................................... 54 Ungamamma ............................................................................................................... 54 Hollý hú ...................................................................................................................... 55 Finndu tréð þitt ............................................................................................................ 56 Yfir ............................................................................................................................. 57 Lokaorð ................................................................................................................................ 58 Heimildir: ............................................................................................................................. 59

    3

    Inngangur

    Þessa námsmöppu unnum við fjórar sameiginlega í námskeiðinu Leikir sem kennsluaðferð vorið 2009. Við skiptum verkum á milli okkar en hjálpuðum engu að síður hvorri annarri. Við hittumst reglulega og bárum saman bækur okkar og vorum ófeimnar við að bæta við efni í flokkana hjá hvorri annarri.

    Umsjónarkennari námskeiðsins var Ingvar Sigurgeirsson prófessor en einnig komu margir aðrir kennarar að kennslu vissra námsþátta.

    Meginmarkmið námskeiðsins voru að nemendur:

    ; Fengju aukinn skilning á þýðingu og uppeldisgildi góðra leikja.

    ; Þekki og geti skipulagt fjölbreytta leiki.

    ; Hafi fengið þjálfun í að undirbúa og stjórna margvíslegum leikjum.

    ; Þekki heimildir um leiki sem nota má í uppeldi og kennslu (handbækur,

    hugmyndabankar, efni á netinu).

    ; Lekki Leikjavefinn - Leikjabankann, geti nýtt sér hann og hafi lagt af mörkum til

    hans.

    ; Hafi aukið áhuga sinn á notkun leikja í uppeldis- og skólastarfi.

    Þetta námskeið var margþætt og fólst meðal annars í að kynna okkur ólíkar gerðir leikja. Við höfðum gaman af þessari fjölbreytni og þó við teljum okkur hafa vitað margt um leiki áður en námskeiðið hófst er það víst að við ljúkum önninni með hærri innistæðu á okkar persónulegu leikjabönkum en áður.

    Við val á leikjum í möppuna höfðum við það í huga að reyna að finna leiki sem henta leikskólabörnum þar sem við erum allar leikskólakennaranemar. Við horfðum þó mest til þess að okkur þættu leikirnir skemmtilegir.

    4

    1. þáttur - Fræðilegt sjónarhorn

    Gildi leikja í uppeldi og menntun

    Hvað er leikur?

    Þegar þessi spurning var borin upp í upphafi námskeiðsins fannst okkur ekkert tiltökumál að svara henni, svör nemenda voru mörg á þann veg að leikur væri skemmtun eða eitthvað sem vekti gleði og ánægju en þegar við fórum að hugsa þetta lengra þá sáum við að leikir geta líka verið erfiðir og jafnvel þótt leiðinlegir. Það er til dæmis ekkert gaman að tapa, en er það ekki samt leikur?

    Ýmsir merkir fræðimenn hafa gert tilraunir til þess að útskýra af hverju börn leika sér en aldrei virðist nást fullnægjandi skýring. Herbert Spencer hélt því fram að börn léku sér til að

    losa sig við umframorku. Karl Gross sagði að í leiknum feldist þjálfun og undirbúningur fyrir lífsbaráttuna. Jean Piaget var þeirrar skoðunar að leikur væri ein hlið virkrar hugsunar, að barnið reyni eða æfi eitthvað sem það hefur tileinkað sér. Okkur þótti „UpprifjunarkenningG.

    Stanley Hall mjög skemmtileg en hún snýst um það að barnið sé að endurlifa þróun mannsins. Það er óhætt að segja að það er á engan hátt auðvelt að skilgreina orðið leikur, en kannski

    það sé þá leikur fyrir okkur öll að glíma við að finna skilgreininguna.

Hvað einkennir það atferli sem við kennum við leiki?

    Leikir geta verið tvennskonar, annars vegar frjálsir og hinsvegar skipulagðir leikir. Megin munurinn á þessum tveimur flokkum er sá að frjálsi leikurinn er talinn sjálfsprottinn og að

    það sé hið eðlilega tjáningarform barns. Hann er skapandi og barnið er stjórnandinn sem skapar leikinn úr eigin upplifunum og hugarheimi. Í leiknum felst mikið sjálfsnám og barnið lærir margt sem enginn getur kennt því. Barnið setur sér sjálft reglur eða með leikfélögum sínum og það gefur því tækifæri til að taka ákvarðanir og leysa úr vandamálum (Aðalnámskrá leikskóla, 1999). Í skipulögðum leik þarf hins vegar að fara eftir fyrirfram ákveðnum

    leikreglum og í gegnum leik læra börn að það eru ákveðnar reglur sem gilda í samskiptum við annað fólk og í samfélaginu (Wardle, 2008).

    5

Hvaða þýðingu hafa leikir fyrir þroska?

    Nám barna fer að mestu leiti fram í gegnum leik og því hafa leikir gríðarlega mikla þýðingu fyrir þroska barna. Í gegnum leikinn uppgötva börn sitt nánasta umhverfi og það sem er að gerast í kringum þau. Leikir eru margir og mismunandi en þeir hafa allir áhrif á einhvern einn eða fleiri þætti almenns þroska hjá börnum, má þar nefna málþroska, samskiptahæfni og félagsþroska, siðferðisþroska, sköpunargáfu, ímyndunarafl, vitsmunaþroska, tilfinningaþroska, hreyfiþroska og í raun allan þroska. Leikurinn er því undirbúningur fyrir lífið sjálft en það má þó ekki gleyma að megin tilgangur leikja er að hafa gaman af þeim.

    Hver eða ætti að vera hlutur leiks og leikja í uppeldis- og skólastarfi? Enn er til fólk sem lítur á leik sem eintóma skemmtun og að það sé verið að sóa tíma sem gæti nýst betur í nám en þessu viðhorfi þarf að breyta því það er fátt eins gagnlegt og að gera nám að leik. Þegar viðfangsefni eru gerð skemmtileg eru mun meiri líkur á að námsmarkmiðið náist. Í leikskólum gefst mikið og gott tækifæri til leikja og það má segja að nánast allt nám fari fram í gegnum leik á einhvern hátt, bæði frjálsan og skipulagðan. Þegar komið er upp í grunnskóla virðist það vera algeng þróun að vægi leikja í námi minnkar, mismunandi eftir

    skólum þó. Í framhalds- og háskólum er mjög lítið notast við leiki í

    kennslu og það er eitthvað sem okkur finnst þurfa að skoða betur.

    Við teljum allar að auka þurfi vægi leikja þegar kemur að námi,

    ekki bara námi ungra barna heldur okkar fullorðnu líka. Með

    leikjum er hægt að ná fram svo miklu, þeir geta eflt námsáhuga,

    stuðlað að fjölbreytni, aukið virkni nemenda, eflt félagsanda og

    gefið nauðsynlega tilbreytingu. Okkur fannst það góður punktur

    sem Ingvar Sigurgeirsson, kennari námskeiðsins, nefndi í einum

    tímanum að ef að skóladagurinn hefði liðið án þess að farið hefði verið í að minnsta kosti einn leik ætti að ljúka deginum á því að fara saman í skemmtilegan leik. Þannig væri hægt að tryggja að farið væri heim með bros á vör og jákvætt hugarfar.

    Allir kennarar ættu því að koma sér upp leikjasafni til að nota við kennslu sína, bæði með það að markmiði að styrkja nám barnanna og til að brjóta upp starfið með tilbreytingu og fjölbreytni.

    6

Tvær fræðigreinar um gildi leikja

    Í tengslum við þennan fyrsta námsþátt áttum við að fjalla um tvær áhugaverðar fræðigreinar um gildi leikja, Back-to-Basics: Play in Early Childhood eftir Jill Englebright Fox og Play as

    Curriculum eftir Francis Wardle.

Back-Basics: Play in Early Childhood

    Rannsóknir benda til þess að börn læra mest í því umhverfi sem þau fá að kanna, uppgötva og leika sér í. Leikur er skilgreindur á nokkra vegu af nokkrum fræðingum. Eins og fram kemur í greininni þá hefur enska orðið play 34 skilgreiningar samkvæmt orðabókinni Webster?s

    Dictionary of English Language.

Hvernig er leikurinn skilgreindur af höfundum?

    Höfundurinn skilgreinir leik á margvíslegan hátt, þessar skilgreiningar eru mjög misjafnar því að sjónarhorn höfunda er misjafnt eins og gengur og gerist í flestu. Jill nefnir nokkra fræðimenn í grein sinni og hvernig þeir skilgreina leik. Eins og t.d. Scales sem segir leik vera heillandi athöfn sem heilbrigð börn taka þátt í af eldmóð og hömluleysi. Garvey skilgreinir leikinn sem athöfn sem í fyrsta lagi er mikils metinn af leikmanni, í öðru lagi sjálfsprottin, í þriðja lagi frjálst val að leika og í fjórða lagi aðlaðandi.

Hver er meginþýðing leiks og leikja að dómi höfunda og hver er okkar afstaða?

    Meginþýðing þeirra er að leikir þroski félagshæfni, örvi mál- og vitsmunaþroska, hugsun, sköpunargáfu og ímyndunarafl. Að okkar mati er leikurinn mikilvægur fyrir þroska barna. Með því að börn fari í leiki geta þau lært að vinna saman, fara eftir reglum sýna tillitssemi til hvers annars, skilja hvert annað o.fl.

Hvernig tengist leikurinn þróun hugsunar hjá börnum?

    Í kenningum fræðimannanna Piaget og Vygotsky um vitsmunaþroskann er sambandið milli leiks og vitsmunalegrar þróunar oft lýst á mismunandi hátt. Vygotsky skilgreinir leik þannig að hann flýti fyrir vitsmunalegri þróun. Þau læra ekki bara það sem þau þekkja fyrir, heldur læra þau eitthvað nýtt. Piaget sagði að í leik ætti sér stað samlögun, barnið reynir að tengja

    áhrif umhverfisins við sínar eigin hugmyndir. Piaget talar um að leikurinn sé bara til skemmtunar og að á meðan leikurinn leyfir börnum að æfa hluti sem þau hafa þegar lært, þýðir það ekki endilega að þau læri nýja hluti (Fox, 2008).

    7

Hvaða þýðingu hafa regluleikir?

    Börn læra að fara eftir reglum, læra að fara eftir fyrirmælum kennarans. Einnig læra þau að vinna saman í hópum

Play as Curriculum

    Hvernig er leikurinn skilgreindur af höfundum?

    Francis Wardle, höfundur þessarar greinar, skilgreinir leik á þann hátt að hann sé eitthvað sem barnið velur sér að gera og hefur jákvæð viðhorf til. Í leik velur barnið þann efnivið sem það vill leika sér með, býr til reglurnar og skipar í hlutverk. Höfundur talar einnig um að leikurinn sé byggður á sýn barnsins á raunveruleikanum. Börnin leika sér ekki vegna þess að þau fá verðlaun að lokum, þau leika sér vegna þess að þeim finnst það skemmtilegt og hafa löngun til þess.

    Hver er meginþýðing leiks og leikja að dómi höfunda og hver er okkar afstaða? Í greininni er talað um að margir telja það vera tímasóun fyrir börn að leika sér. Þau ættu miklu frekar að sitja við borð með bók og læra það sem þar stendur eða það sem kennarinn reynir að kenna þeim. Leikur er hins vegar skilvirkasta og áhrifaríkasta leiðin til að kenna ungum börnum það sem þau þurfa að læra. Í leik þjálfa börn alla þroskaþættina, mismunandi hvaða þætti eftir því í hvers konar leik þau leika. Sem dæmi má nefna að í hlutverkaleik þjálfa þau félagslega þáttinn, þau læra að deila, semja og rökræða, þau þjálfa einnig og auka orðaforðann ásamt mörgu öðru.

    Eins og áður segir teljum við leik vera afar mikilvægan fyrir þroska barna. Í leik takast börnin einnig á við hluti sem þau geta ekki, eða eru feimin við, í raunveruleikanum. Þau opna sig meira í leik þegar þau eru að leika einhvern annan og sú persóna á kannski við einhverja erfiðleika að stríða sem er í raun erfiðleikar sem barnið er að takast á við en þorir ekki að tala um þá.

Hvernig tengist leikurinn þróun hugsunar hjá börnum?

    Höfundurinn talar um að leikur barna skiptist í ákveðin þrep eða áfanga. Börn læra ný hugtök og nota leikinn til að æfa sig á þeim. Þegar þau hafa náð tökum á hugtökunum færast þau yfir á næsta stig og bæta þar ennþá meira við þekkingu sína, læra ný hugtök og æfa þau. Svona gengur þetta koll af kolli. Á þennan hátt búa börnin til sína eigin námsskrá. Börn eru í eðli

    8

    sínu fróðleiksfús og vilja læra nýja hluti. Vegna þess að börn vilja ekki láta sér leiðast greina þau sjálf hvað þau kunna og hvað þau geta lært næst.

Hvaða þýðingu hafa regluleikir?

    Flest börn hverfa frá sjálfhverfri sýn á heiminn þegar þau læra að spila regluleiki. Einnig læra þau að skilja mikilvægi félagslegra tengsla og reglna. Þau læra það að í lífinu sjálfu eru einnig ákveðin lög og reglur, og að allir verði að fylgja sömu reglum (Wardle, 2008).

Tveir þættir úr myndaflokknum The promise of play

The mother of invention

    Hvernig skilgreinir höfundur leikinn ?

    Leikurinn er hugarástand, okkur þykir gaman að leika okkur en leikurinn snýst um meira en það. Leikurinn á mikilvægt hlutverk í lífi okkar, hann tengir okkur við annað fólk og við skemmtum okkur. Leikurinn er einnig mikilvægur fyrir lærdóminn því án leiksins ættum við ekki eins auðvelt með að læra, hann eflir ímyndunaraflið hjá okkur.

Skráðu hjá þér allt sem kemur fram um þýðingu leikja.

    ; Byrjar fljótlega eftir fæðingu milli móður og barns.

    ; Leikurinn er ósjálfráður með engin fyrirfram ákveðin markmið.

    ; Skemmtir okkur, veitir ánægju.

    ; Undirbýr börnin fyrir framtíðina.

    ; Styrkir tilfinningatengsl.

    ; Ýtir undir frumkvæði.

    ; Hjálpar taugakerfinu að þróast á sem eðlilegastan hátt.

    ; Uppgvöta veröldina og ímynda sér enn fleiri veraldir.

    ; Mikilvægur fyrir þroska barnsins.

    Hugaðu sérstaklega að skólastarfinu í The roof top school og veltu því fyrir þér sjónarmiðum starfsfólks Hvað finnst þér?

    Starfsfólkið í The roof top school nefnir það hversu mikilvægur leikurinn í skólastarfinu er. Börnin hafa ekki áhuga nema að það sé eitthvað skemmtilegt og því upplagt að kenna í gegnum leik. Einn kennarinn sagði að hún hafi haldið í barnið innra með sér og hún hafi sjálf gaman af því sem hún er að gera og það smitar til barnanna. Þegar börn eru við leik eru þau

    9

Report this document

For any questions or suggestions please email
cust-service@docsford.com